NORTH ATLANTIC SEAFOOD FORUM 2019

STÆRSTA VIÐSKIPTARÁÐSTEFNA Í HEIMI Á SVIÐI SJÁVARÚTVEGS – NORTH ATLANTIC SEAFOOD FORUM – BERGEN.

North Atlantic Seafood Forum verður haldin í 14. sinn dagana 5. – 7. mars n.k. í Bergen. Ísland er sérstök gestaþjóð í ár og um 20 íslensk fyrirtæki munu sýna breiddina í íslenskum sjávarútvegi; veiðum, vinnslu, sölu og þjónustu á sérstakri Íslandsmálstofu undir slagorðinu “Be inspired by Iceland”.

Íslensku fyrirtækin eiga það sameiginlegt að flytja út vörur og Noregur er mikilvægur markaður, iðulega mun stærri en Ísland, enda Noregur annað stærsta viðskiptalands Íslands í fiskafurðum, þar sem hæst ber mjöl og lýsi sem fer í laxafóður.

Fyrir veiðarfæri, vélar, alls kyns tæki, flutningaþjónustu og hugbúnað er Noregur einnig mjög mikilvægur markaður fyrir íslensk fyrirtæki.

Hátt í 1.000 manns sækja ráðstefnuna að jafnaði ár hvert, frá nokkrum tugum landa, mest stjórnendur í eða tengdir sjárarútvegi; út- og innflutningi, veiðum, vinnslu, eldi og alls kyns þjónustu á sviði fjármála, trygginga, flutninga og ráðgjafar auk opinberra aðila, samtaka fiskinnflytjenda og sjávarútvegs, sem og samtaka á sviðum sjálfbærni og sv. frv.

Nánari upplýsingar um dagskrá, skráningu ofl. er hægt að nálgast hér: www.nor-seafood.no

Posted in Main.